
Til baka í einkaþjálfara
Hilmar Arnarson
Menntun og reynsla:
- Ég er með B.Sc. í verkfræði frá Háskóla Íslands.
- Ég hef keppt 2x á heimsleikunum í Crossfit, árin 2016 og 2017 og hef þjàlfað Crossfit frá því 2014.
- Ég bý þar afleiðandi yfir mikilli þekkingu á æfingakerfum og næringu sem þarf til þess að ná hámarks árangri.
- Ég hef einnig setið fjölda námskeiða er snúa að ólympískum lyftingum og er með mikla reynslu og þekkingu á því sviði.
- Frá 16 ára aldri hef ég einnig stundað hefðbundna líkamsrækt og aflað mér mikillar þekkingu á næringu og hollum matarvenjum.
- Það má því segja að þekking mín og reynsla á líkamsrækt og hvernig skuli ná fram hámarks hreysti sé á fjölbreyttu sviði.
- Ég hef alla tíð haft það sem meginmarkmið að líða vel í eigin líkama. Áhugamál: Mín helstu áhugamál er allt sem snýr að hreyfingu í góðra vina hópi, hvort sem það er golf, hjólreiðar, fjallgöngur, skíði svo eitthvað sé nefnt.
Uppáhalds matur: Allur Ítalskur matur og heimagerðar pizzur.
Uppáhalds tónlist: Það fer algerlega eftir því hvað ég er að gera en í mestu uppáhaldi er það tónlist frá 70s og 80s. Fleetwood mac, Elton John, Dire straits, Creedence clearwater ásamt Bubba Morthens.
Guilty pleasures: Súkkulaði rúsínur og Reality Tv.