Boxing Academy
Hvað er World Class Boxing Academy?
Okkar áherslur
WCBA er hnefaleikakennsla inn í World Class sem er undir handleiðslu Hnefaleikafélagi Reykjavíkur sem er stærsta hnefaleikafélag á landinu og á sér áralanga farsæla sögu í greininni en þaðan hafa komið fjölmargir íslands og bikarmeistarar ásamt fjölmargra erlendra verðalaunahafa á alþjóðlegum mótum í greininni.
Allir tímar og námskeið sem kennd eru í WCBA eru undir handleiðslu kennara með ýmist yfir áratuga langa reynslu eða keppendum á hæsta reynslustigi í greinni sem þekkist hér á landi. Yfirþjálfarinn hjá WCBA er Davíð Rúnar Bjarnason en hann hefur nálægt tveggja áratuga reynslu úr hnefaleikum og komið víða við í heiminum bæði sem keppandi og þjálfari.
Kennt er eftir miklu og góðu agakerfi sem hefur reynst mjög vel hjá þjálfurum undanfarin ár og skilað miklum árangri en markmið þjálfunarinnar er mikil blanda þess að móta sterka boxara en á sama tíma byggja upp sterka einstaklinga. Mikil áhersla er á öryggi og allt á æfingum framkvæmt undir miklu eftirliti.
Mikið úrval er á námskeiðum Krakkabox 8-11 ára, Unglingabox 12-16 ára, Fitnessbox, Fullorðins framhalds og margt fleira á leiðinni. Grunnnámskeið verða haldin reglulega og auglýst hverju sinni.

Boxing Academy þjálfarar
Davíð Rúnar er yfirþjálfari WCBA en hann er einn reyndasti hnefaleikakennari landsins með yfir 17 ára reynslu úr greininni bæði sem keppandi og kennari. Þórarinn Hjartarson er aðstoðaryfirþjálfari með meira en áratuga reynslu í greininni með góðum árangri.
Box 201
Námskeið fyrir fullorðna 17 ára og eldri sem hafa lokið grunnnþjálfun í hnefaleikum, mismunandi tímasetningar eru í boði alla virka daga til að skrá sig í og mikilvægt að skrá sig til að ná að vera með þar sem bæði lágmarks og hámarks fjöldi gildir í skráningum á þessu námskeiði í hvern tíma.
Í tímunum er farið á fjölbreyttan hátt yfir tæknileg atriði í greininni og hentar það öllum sem lokið hafa grunnþjálfun sama hvort um er að ræða iðkanda með mjög mikla reynslu eða að taka sín fyrstu skref eftir grunnþjálfun. Tímarnir innihalda alltaf mismunandi áherslur en snerta alltaf á þeim atriðum sem eru mikilvægust í kennslu hnefaleika, blanda af tækni og þreki í hverjum tíma.
Sameiginlegur tími sem fylgir þessu námskeiði ásamt öðrum hópum í svokallað „Supervised sparring“ er síðan á laugardögum þar sem iðkendur geta prófað sig áfram með andstæðing undir eftirliti þjálfara. Tímarnir eru um 70 mínútur
Iðkendur þurfa að eiga: Boxanska, vafninga og munnstykki kjósi þeir að taka þátt í þeim hluta tímanna sem krefjast þess. Einnig er mikilvægt að iðkendur mæti í almennum íþróttafatnaði og íþróttaskóm/boxskóm á æfingar.
Tungumál í tímum: íslenska og enska
Box Framhald
Kennt mán-mið-fös 17:20-18:30 og þri-fim 18:30-19:40
Meðlimir Box 201 þurfa að vera með kort í World Class.
Fitnessbox
Í þessu námskeiði er tekið almennilega á því, mjög fjölbreyttar þrekæfingar blandaðar með brennsluboxi og virkilega góð leið til að fá útrás á púðanum. Tímarnir eru um 50 mínútur. Þetta námskeið þarfnast engrar tæknilegrar kunnáttu í hnefaleikum.
Iðkendur þurfa að eiga: Boxanska, vafninga. Einnig er mikilvægt að iðkendur mæti í almennum íþróttafatnaði og íþróttaskóm á æfingar.
Tungumál í tímum: íslenska og enska
Box Unglingar
Þetta námskeið er fyrir þá unglinga 12-16 ára sem hafa lokið grunnnámskeiði, skráningarskylda er í tímana og gildir lágmarks og hámarksskráning á alla tíma sem flokkast undir þennan hóp.
Í Kennt er útfrá Diploma box kerfinu á Íslandi en þar er aðal áherslan tækni og rétt framkvæmd mikilvægustu tækni atriða í hnefaleikum með mikla áherslu á öryggi iðkenda. Á sama tíma þá leggjum við í WCBA mikla áherslu á að vera með agaeflandi umhverfi fyrir iðkendur og að leggja mikið upp úr því að auka félagslegan þroska og sjálfsöryggi iðkenda.
Í tímunum er farið á fjölbreyttan hátt yfir tæknileg atriði í greininni og hentar það öllum sem lokið hafa grunnþjálfun sama hvort um er að ræða iðkanda með mjög mikla reynslu eða að taka sín fyrstu skref eftir grunnþjálfun. Tímarnir innihalda alltaf mismunandi áherslur en snerta alltaf á þeim atriðum sem eru mikilvægust í kennslu hnefaleika, blanda af tækni og þreki í hverjum tíma. Tímarnir eru um 50 mínútur
Iðkendur þurfa að eiga: Boxanska, vafninga og munnstykki kjósi þeir að taka þátt í þeim hluta tímanna sem krefjast þess. Einnig er mikilvægt að iðkendur mæti í almennum íþróttafatnaði og íþróttaskóm/boxskóm á æfingar.
Tungumál í tímum: íslenska og enska
Box Unglingar - Framhald
Fyrir unglinga 12-16 ára sem hafa lokið grunnnámskeiði
Krakkabox
Í þessu námskeiði er lagt mikla áherslu á að hafa gaman og að leggja grunn að samhæfingu iðkenda fyrir hnefaleika, öryggi í fyrirrúmi og passað að allir njóti sín og hafi gaman á sama tíma og hver og einn fær smá útrás. Tímarnir eru um 50 mínútur.
Iðkendur þurfa að eiga: Boxanska, vafninga. Einnig er mikilvægt að iðkendur mæti í almennum íþróttafatnaði og íþróttaskóm á æfingar.
Tungumál í tímum: íslenska og ensk
Krakkabox
Fyrir 8-11 ára krakka. Ekki þarf að vera með kort í World Class